Velkomin á vefinn!

Fundargerð aðalfundar 2022

Fundargerð aðalfundar 2022 er komin á vefinn. Lesa fundargerð.

Breytingar á aðalskipulagi

Félaginu hefur borist kynning á tillögu um breytingu á aðalskipulagi frá Bláskógabyggð.
Félagsmönnum er bent á að kynna sér efni þessarar tillögu og þeim sem vilja gera athugasemdir er bent á að senda þær til vigfus@utu.is.
Athugasemdir og ábendingar við tillöguna skulu berast skipulagsfulltrúa síðasta lagi 29. október 2021.

Bréf Umhverfis- og tæknisviðs.

Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015 – 2027 (Tillag)

Vegamál og snjómokstur

Vilji félagsmenn koma á framfæri óskum eða athugasemdum vegna vegaúrbóta er rétti farvegurinn að senda tölvupóst á uthlid@uthlid.is. Í vetur eru aðalleiðir í skóginum mokaðar eftir þörfum alla föstudaga og sunnudaga.
Félagmenn þurfa að senda tölvupóst tímanlega á uthlid@uthlid.is eða hringja í síma 699-5500, til að láta vita af komu sinni og óska eftir mokstri inn í innkeyrslur samhliða almennum snjómokstri.
Þurfi félagsmenn að láta moka á öðrum tímum, þá er greitt fyrir það sérstaklega.

Ferðaþjónustan setur á föstudögum tilkynningar um færð á Facebook síðu ferðaþjónustunnar.

Húsreglur skógarins

Umgengnisreglur þær sem hafa verið félagsmönnum til kynningar hér á vefnum í tæpt ár, hafa nú tekið gildi eins og þær voru kynntar á síðasta aðalfundi. Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til að kynna sér efni skjalsins og upplýsa gesti sína samhliða. Tilmæli eru um að skjalið sé aðgengilegt gestum í sumarhúsum félagsmanna.

Skjalið er hér.

Aðalfundur

Vekjum athygli á að fundargerð aðalfundar hefur verið birt á vefnum.
Lesa fundargerð.

Aðalfundur

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 25. febrúar 2020 í Veröld - Húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík, klukkan 19:00.
Fundarboð með dagskrá er sent í tölvupósti til félagsmanna. Eigendur sem ekki eru á póstlista félagsins eru beðnir að senda netfang sitt á uthlidarsumarhus@gmail.com

Húsreglur

Á vefinn eru komin drög að "Húsreglum skógarins" eins og fjallað var um á aðalfundi félagsins. Félagsmenn eru beðnir um að rýna þessi drög og senda athugasemdir og hugmyndir á netfangið: uthlidarsumarhus@gmail.com, en þetta er hugsað sem lifandi skjal til að ramma inn ákveðin tilmæli til að gera góð samskipti okkar í skóginum enn betri.
Lesa húsreglur.

Aðalfundur

Vekjum athygli á að fundargerð aðalfundar hefur verið birt á vefnum. 
Lesa fundargerð.

Aðalfundur

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 19. febrúar 2019 í Veröld - Húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík, klukkan 19:00.

Fundarboð með dagskrá verður sent í tölvupósti til félagsmanna. Eigendur sem ekki eru á póstlista félagsins eru beðnir að senda netfang sitt á dadi.fridriksson@gmail.com"

Fundargerð aðalfundar

Fundargerð aðalfundar hefur verið sett á vefinn. Lesa fundargerð..

Til félagsmanna

Eins og glöggir félagsmenn hafa tekið eftir, þá hefur stjórn ekki boðað til aðalfundar félagsins þetta árið.

Samkvæmt lögum félagsins ber að halda aðalfund fyrir lok febrúar ár hvert, en sökum óviðráðanlegra orsaka náðist það ekki en stjórn stefnir að því að halda aðalfund eftir páska.

Fundarboð verður sent félagsmönnum í tölvupósti og hann auglýstur þegar nær dregur.

Kveðja,
f.h. stjórnar,
Daði Friðriksson.

Frá stjórninni

Engin gögn hafa borist frá Geir Goða vegna vegamála, þrátt fyrir ítrekaðar óskir og bréfaskrif.
Við höldum ótrauð áfram og eigum ekki von á öðru en að greinargerð berist okkur innan tíðar.

Eindagi reikninga vegna lóðaleigu og vegagjalda er á morgun 30. september og hvetjum við félagsmenn til að greiða þessa reikninga.

Vilji félagmenn engu að síður hinkra með greiðslu reikningana þar til skýringar berast, þá er það alfarið á ábyrgð hvers og eins.

Við upplýsum félagsmenn um leið og gögn berast.
Kveðja.
Stjórnin.

Aðalfundur

Vekjum athygli á að fundargerð aðalfundar hefur verið birt á vefnum. 
Lesa fundargerð.

Öryggishlið - Leiðbeiningar og umgengnisreglur

Stjórn félagsins hefur á fundi sínum samþykkt ítarlegri reglur um umgengni við öryggishliðin. Er þetta m.a. gert vegna þess að ítrekað hefur hliðum verið haldið opnum um lengri tíma þrátt fyrir að slíkt sé með öllu óheimilt. Reglurnar er að finna á síðunni Ýmis gögn. Hægt er að nálgast þær hér.

Aftur ekið á öryggishlið

Síðastliðinn fimmtudag bakkaði bíll á annan stólpann á öryggishliði númer tvö í Úthlíð. Stólpinn skekktist og skynjarinn datt úr sambandi þannig að hliðið lokaðist ekki. Sá sem tjóninu olli lét ekki vita af óhappinu þannig að hliðið var opið nokkurn tíma án þess að stjórn félagsins væri kunnugt um það. Nauðsynlegt reyndist að fá viðgerðamenn frá Securitas til að laga hliðið. Það er nú komið í lag.

Öryggismyndavélarnar sönnuðu gildi sitt því hægt var að skoða upptökur og finna sökudólginn. Reyndist eigandi bílsins vera bílaleiga. Málið er nú í réttum farvegi og félagið ætti ekki að bera fjárhagslegan skaða af þessu

Bilun

Stjórninni hefur borist til heyrna að um helgina hafi verið vandamál með hitaveituna í Úthlíð. Það sem gerðist var að sía fylltist af rusli og stíflaði þannig heitavatnsrennslið. Sumarhúsaeigandi sem staddur var fyrir austan um helgina gat hreinsað þessa síu og fékk þá inn heit vatn. Þegar hann yfirgaf svæðið skoðaði hann síuna og þá var aftur komið drasl í hana. Inntakssía er við hvert hús.

Stjórnin hafði samband við Orkuveituna og ætlar hún að senda menn til að athuga hvað veldur. Munu þeir fara í alla bústaði við Mosabrúnir. Talið er að þetta tengist nýrri dælu sem sett var á kerfið.

Eigendum er bent á að hugsanlega hafi ekki verið hiti á húsum þeirra um helgina.

Stjórnarfundur Sumarhúsafélagsins í Úthlíð

Stjórn félgsins hélt fundi 1. júní 2015. Á fundinum var tekin sú ákvörðun að hafa hliðin í Úthlíð lokuð allt árið. Þessa ákvörðun má rekja til skoðanakönnunar á meðal félagsmanna í vetur þar sem þeir voru beðnir um álit sitt á heilsárslokun. Niðurstaðan var afgerandi, lokað allt árið.

Stjórnin virðir ákvörðun félagsmanna í þessu sambandi og hefur ákveðið að hafa þau lokuð.

Virðingarfyllst
F.h. stjórnar
Magnús Ólafsson

Facebook

Við viljum benda á að sumrahúsaeigendur í Útlíð hafa stofnað hóp á Facebook. Þetta var gert að frumkvæði eins félagsmanns. Þeir félagsmenn sem eru virkir á Facebook ættu endilega að skrá sig í hópinn. Hér neðst á síðunni er hægt að fara beint inn á síðun með því að smella á f-ið. Eða smella hér.

Vetrarfrágangur á sumarhúsum

Í miklu frosti skapast hætta á að lagnir í sumarhúsum springi ef ekki er rétt gengið frá húsinu fyrir veturinn. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

  • Skrúfa fyrir inntak á heitu og köldu neysluvatni.
  • Tæma neysluvatnslagnir.
  • Hafa hita á húsinu sjálfu.
  • Huga að húsinu ef búið er að vera mikið frost í lengri tíma.
  • Skrúfa vel fyrir gas ef það er fyrir hendi.
  • Fara vel yfir læsingar á gluggum og hurðum áður en húsið er yfirgefið.