Fréttir

Enn brotist inn

Nýlega hafa því miður átt sér stað fimm innbrot í sumarhús á Mosavegi í sumarhúsabyggðinni í Úthlíð. Í ljós kom að verktaki hafði opnað eitt af öryggishliðunum og haldið því opnu frá morgni til kvölds í þrjá daga. Hvort þjófarnir fóru þá í gegnum hliðið er erfitt að fullyrða. Innbrotin eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi sem hefur [...] Lesa meira

Aftur brotist inn

Í síðustu viku var aftur farið inn í nokkra bústaði í Úthlíð og stolið flatskjám og víni. Þessir bústaðir eru í vestari hluta hverfisins. Í ljós kom að þjófarnir virðast hafa notað fjarstýringu til að opna hliðin. Einnig hefur komið í ljós að fjarstýringu var stolið úr bústað Íslandsbanka. Þarna er örugglega tenging á milli. Í ljósi þess að [...] Lesa meira

Innbrotafaraldur

Stjórninni er kunnugt um innbrot í fjóra bústaði á sumarhúsasvæðinu í Úthlíð og tilraun til innbrots í einn bústað til viðbótar. Þessir bústaðir eru: Miðfellsvegur 2E, 8 og 10 og Hellisgata 3. Aðeins tvö innbrotanna hafa verið kærð til lögreglu. Í öllum tilvikum var aðferðin sú sama. Hurðir og/eða gluggar spenntir upp. Stolið var sjónvörpum og [...] Lesa meira

Lokuð öryggishlið

Stjórnin hélt fund 1. júní 2015. Á fundinum var tekin sú ákvörðun að hafa hliðin í Úthlíð lokuð allt árið. Þessa ákvörðun má rekja til skoðanakönnunar á meðal félagsmanna í vetur þar sem þeir voru beðnir um álit sitt á heilsárslokun. Niðurstaðan var afgerandi, lokað allt árið. Stjórnin virðir ákvörðun félagsmanna í þessu sambandi og hefur ákveðið [...] Lesa meira

Facebook

Við viljum benda á að sumrahúsaeigendur í Útlíð hafa stofnað hóp á Facebook. Þetta var gert að frumkvæði eins félagsmanns. Þeir félagsmenn sem eru virkir á Facebook ættu endilega að skrá sig í hópinn. Hér neðst á síðunni er hægt að fara beint inn á síðun með því að smella á f-ið. Eða smella hér.

Hitaveituframkvæmdum frestað

Félagi sumarhúsaeigenda hefur borist bréf frá Orkuveitunni þar sem tilkynnt er að fyrirhuguðum framkvæmdum við borholuna á Efri Reykjum hefur verði frestað. Ástæðan er að enn er frost og því ekki þorandi að taka heita vatnið af húsunum. Fyrirhugað er að þessi framkvæmd hefjist annað hvort 10. eða 17. maí. Orkuveitan mun senda nánari upplýsingar [...] Lesa meira

Niðurstöður úr skoðanakönnun

Eins og félagsmenn urðu varir við þá stóð stjórn félagsins fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna í nóvember 2014. Á aðalfundi félagsins voru niðurstöður hennar kynntar. Félögum til gagns og gamans hafa þessar niðurstöður nú verið settar á vefinn. Stjórnin túlkar niðurstöðurnar á þann veg að almenn ánægja sé með uppsetningu á öryggishliðunum og að [...] Lesa meira

Skemmdir á öryggishliðum

Yfir páskana urðu þrjú af fjórum öryggishliðunum í Úthlíð fyrir skemmdum. Einn sumarhúsaeigandi gaf sig fram og hafði lent í því óhappi að keyra á eitt hliðið. Skemmdirnar á hinum hliðunum eru óútskýrðar. Margt bendir til að hér sé um skemmdarverk að ræða. Síðan bar svo við að eitt hlið var skemmt aðfaranótt laugardagsins 3. maí. Greinilegt var af [...] Lesa meira

1 2 >