Fréttir

Aftur brotist inn

Í síðustu viku var aftur farið inn í nokkra bústaði í Úthlíð og stolið flatskjám og víni. Þessir bústaðir eru í vestari hluta hverfisins. Í ljós kom að þjófarnir virðast hafa notað fjarstýringu til að opna hliðin. Einnig hefur  komið í ljós að fjarstýringu var stolið úr bústað Íslandsbanka. Þarna er örugglega tenging á milli.

Í ljósi þess að þjófagengi virðist hafa komist yfir fjarstýringu að öryggishliðunum hefur stjórnin ákveðið að endurforrita allar fjarstýringar. Frá og með deginum í dag eru því allar fjarstýringar óvirkar þar til þær hafa verið endurforritaðar. Eigendur fjarstýringa verða því að koma sínum fjarstýringum til Magnúsar Ólafssonar hjá Áltaki   Fossaleyni  8, 112 Reykjavík til að fá þær endurforritaðar.

Búast má við að þetta geti tekið tvær vikur og verða eigendur látnir vita þegar fjarstýringarnar eru tilbúnar.

Ef atburður sem þessi endurtekur sig verður hliðunum breytt þannig að aðeins verði hægt að opna þau með símum.

<< Á fyrri síðu