Fréttir

Enn brotist inn

Nýlega hafa því miður átt sér stað fimm innbrot í sumarhús á Mosavegi í sumarhúsabyggðinni í Úthlíð. Í ljós kom að verktaki hafði opnað eitt af öryggishliðunum og haldið því opnu frá morgni til kvölds í þrjá daga. Hvort þjófarnir fóru þá í gegnum hliðið er erfitt að fullyrða.

Innbrotin eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi sem hefur upptökur úr öryggismyndavélum við hliðið til skoðunar. Tveir einstaklingar eru grunaðir um verknaðinn. Lögreglan vonast til að geta lokið rannsókninni á næstu vikum.

Stjórnin hefur verið í sambandi við þennan verktaka og vonast til að það beri þann árangur að þetta gerist ekki aftur.

Brýnt er fyrir fólki að vakta vel sitt nærumhverfi og láta eigendur vita ef það telur að reynt hafi verið að brjótast inn. Einnig að vakta vel umferð um svæðið.

Einnig eru það eindregin tilmæli stjórnar að gætt sé að því þegar hliðin eru opnuð og keyrt í gegn að ekki fylgi annar bíll í kjölfarið. Það er gert með því að stöðva bílinn þegar hann er kominn í gegnum hliðið og beðið þar til hliðið hefur lokast. Nokkuð hefur borið á því að bílar bíði við hliðið og sæta síðan færis að komast inn í kjölfar annarra sem hafa aðgang að hliðinu.

<< Á fyrri síðu