Fréttir

Hitaveituframkvæmdum frestað

Félagi sumarhúsaeigenda hefur borist bréf frá Orkuveitunni þar sem tilkynnt er að fyrirhuguðum framkvæmdum við borholuna á Efri Reykjum hefur verði frestað. Ástæðan er að enn er frost og því ekki þorandi að taka heita vatnið af húsunum.

Fyrirhugað er að þessi framkvæmd hefjist annað hvort 10. eða 17. maí.
Orkuveitan mun senda nánari upplýsingar eftir helgi.

Bestu kveðjur

Stjórnin

<< Á fyrri síðu