Fréttir

Niðurstöður úr skoðanakönnun

Eins og félagsmenn urðu varir við þá stóð stjórn félagsins fyrir skoðanakönnun meðal félagsmanna í nóvember 2014. Á aðalfundi félagsins voru niðurstöður hennar kynntar.

Félögum til gagns og gamans hafa þessar niðurstöður nú verið settar á vefinn.

Stjórnin túlkar niðurstöðurnar á þann veg að almenn ánægja sé með uppsetningu á öryggishliðunum og að meirihluti sé fyrir því að hafa þau lokuð allt árið um kring. Þó eru um 30% andvíg því. Spurningar er snéru að vegaviðhaldi endurspegla óánægju fólks og meirihluti félagsmanna vill að sumarhúsafélagið taki að sér viðhaldið. Hreinsunardagur nýtur mikillar hylli og í ljósi þess hefur verið ákveðið að hafa hreinsunardag síðustu helgina í maí. Hann verður auglýstur nánar þegar nær dregur. Félagsmenn vilja gjarnan eiga greiðari gönguleiðir um hverfið og um helmingur telur að setja eigi reglur um lýsingar við hús.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér skoðanakönnunina.

<< Á fyrri síðu