Fréttir

Fjórhjól

Þeir sumarhúsaeigendur sem eru á póstlista félagsins fengu fyrir stuttu mjög þarft bréf frá Kristjáni Þór Árnasyni og Valgerði G. Johnsen. Í bréfinu benda þau á þá óhæfu að börn langt undir lögaldri séu að aka um sumarhúsahverfið á fjórhjólum. Oft er tvímennt á hjólunum og ökumenn og hjól án tilhlýðilegs öryggisbúnaðar. Þetta athæfi er að sjálfsögðu ábyrgðarlaust og með öllu óásættanlegt.

Á vef Umboðsmanns barna má lesa eftirfarandi:
… sá sem orðinn er 17 ára getur tekið bílpróf eða próf á bifhjól. Sá sem hefur slíkt próf má aka torfærutækjum, svo sem vélsleðum, þríhjólum eða fjórhjólum.

Bréf þeirra Kristjáns og Valgerðar endar á eftirfarandi orðum:

„Það að láta barn undir 17 ára aldri aka hér um götur í Úthlíð, sem og annars staðar, er ekki ásættanlegt og vil ég benda þeim sem hlut eiga að máli að finna aðra skemmtun fyrir börn sín.“

Stjórn félagsins tekur heilshugar undir þessar ábendingar og beinir þeim tilmælum til forráðamanna barna að virða landslög og leyfa ekki börnum að aka fjórhjólum og forða þannig slysum. Einnig vill stjórnin benda á að hraðakstur torfæruhjóla er stranglega bannaður innan sumarhúsasvæðisins og gildir þá einu hver aldur ökumanna er.

<< Á fyrri síðu