Fréttir

Innbrotafaraldur

Stjórninni er kunnugt um innbrot í fjóra bústaði á sumarhúsasvæðinu í Úthlíð og tilraun til innbrots í einn bústað til viðbótar. Þessir bústaðir eru: Miðfellsvegur 2E, 8 og 10 og Hellisgata 3. Aðeins tvö innbrotanna hafa verið kærð til lögreglu. Í öllum tilvikum var aðferðin sú sama. Hurðir og/eða gluggar spenntir upp. Stolið var sjónvörpum og áfengi. Athygli vekur að allir bústaðirnir eru á sama svæði þannig að líklegt er að þjófarnir hafi gert það í sömu ferðinni. Vonandi eru eigendur bústaða á þessu svæði búnir að huga að sínum bústöðum eftir þessar fréttir.

Stjórn félagsins vildi halda öryggishliðunum lokuðum allt árið um kring en landeigendaur og nokkrir félagsmenn voru því mótfallnir og var fallið frá því. Stjórnin ráðfærði sig við lögfræðing sem taldi að stjórnin yrði að hafa samþykki aðalfundar til að geta gert það í trássi við vilja landeigenda. Á næsta aðalfundi mun slík tillaga verða lögð fram.

<< Á fyrri síðu